20. janúar 2026

Tillögum um fullnaðarhönnun á nýjum Tækniskóla við Flensborgarhöfn var skilað 4. nóvember 2025 af þeim aðilum sem höfðu öðlast rétt til þátttöku eftir forval fyrr á árinu. Tillögurnar voru lagðar fram undir nafnleynd.
Matsnefnd fór yfir allar tillögur og lagði mat sitt út frá sex matsliðum sem samanlagt gáfu allt að 70 stigum. Tillögum var einnig gefin allt að 30 stig byggt á verðum.
Matsliðir
- Samspil mannvirkja, lóðar og nærumhverfis (0-12 stig)
- Hönnun mannvirkja (0-10 stig)
- Innra skipulag byggingar og flæði (0-17 stig)
- Efnisval og umhverfisþættir (0-10 stig)
- Algild hönnun og öryggi (0-4 stig)
- Hönnunarlausn og byggingarkostnaður (0-17 stig)
Niðurstaða matsnefndar lá fyrir 18. desember og degi síðar var nafnleynd aflétt og verðtilboð opnuð.
Heildarstig tillagna voru birtar tillöguhöfum 19. desember og voru eftirfarandi (mest var hægt að fá 100 stig).
Niðurstaða - heildarstig
- COWI Ísland ehf. - 88,0 stig
- ARKÍS Arkitektar ehf. - 72,9 stig
- VSÓ Ráðgjöf ehf. - 59,1 stig
- Verkís hf. - 58,5 stig
Byggt á niðustöðu útboðsins mun stjórn Skólastræti Tækniskólans ehf. ákveða um framhald verkefnisins.
Þá stendur yfir deiliskipulagsvinna í Hafnarfirði sem er einnig mikilvæg forsenda fyrir áframhaldi verkefnisins.
Bygging nýs Tækniskóla við Flensborgarhöfn í Hafnarfirði er á fullri ferð og vonast er til að nýtt deiliskipulag og lóðarmál liggi fyrir hið fyrsta þannig að fullnaðarhönnun skólans geti hafist.